Taktu þátt í markaðsverkefni íslenska hestsins
10 ár af samstilltu átaki greinarinnar
Með eða ekki með?
Að vera utan verkefnisins þýðir að þitt fyrirtæki…
Er ekki hluti af samráðsvettvangi verkefnisins og tekur ekki þátt í þeirri sameiginlegu umræðu og mótun sem á sér stað um markaðssetningu íslenska hestsins á alþjóðavettvangi.
Missir af sýnileika á fagsýningum og alþjóðlegum viðburðum sem Horses of Iceland tekur þátt í – sem hafa náð til yfir 1,6 milljón gesta frá upphafi verkefnis.
Er ekki heimilt að nota kynningarefni verkefnisins í eigin markaðsstarfi, sem hefur fengið yfir 5 milljón spilanir á myndböndum og vakið athygli um allan heim.
Er ekki í forgangi þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun og almannatengslum í samstarfi við Íslandsstofu sem hafa skilað yfir 60 milljón birtingum á erlendum mörkuðum.
Nýtur ekki umfjöllunar á samfélagsmiðlum og vef verkefnisins, sem hefur byggt upp samfélag með yfir 144.000 fylgjendum.
Með þátttöku ertu ekki aðeins að efla þína eigin starfsemi – þú ert að móta og styðja hvernig heimurinn sér íslenska hestinn.
Hver króna frá þér telur meira en tvöfalt
Verkefnið er sameiginlegt átak hestasamfélagsins og stjórnvalda:
Fyrir hverja krónu sem þátttakendur leggja til leggur ríkið krónu á móti - allt að 25 milljónum króna.
Íslandsstofa leggur fram verkefnastjóra og rekstrarstuðning - til viðbótar við það fjármagn sem kemur frá ríki og þátttökufyrirtækjum.
Því fleiri sem taka þátt, þeim mun öflugri verða heildaráhrif verkefnisins
Hver er markhópurinn - og hvar liggja tækifærin?
Horses of Iceland beinist að þremur aðskildum hópum sem hver og einn hefur mikilvægt hlutverk í að skapa eftirspurn, styrkja orðspor og auka verðmæti íslenska hestsins erlendis. Lykilmarkaðssvæði verkefnisins árið 2025 eru Þýskaland, Svíþjóð og Austurríki.
Markhópur 1
Eigendur og knapar annarra hestakynja
Stærsti og mikilvægasti vaxtarhópurinn. Hafa ekki tengingu við íslenska hestinn, en hafa áhuga, aðstöðu og fjárhagsgetu – ef rétt er staðið að kynningu.
Markmið
Byggja upp vitund, forvitni og eftirspurn hjá þessum hópi.
Áætluð stærð á markaðssvæðunum
Um 1,580,000 knapar og 900,000 hestaeigendur.
Markhópur 2
Núverandi eigendur og aðdáendur íslenska hestsins
Helstu áhrifavaldar og sendiherrar íslenska hestsins á sínum mörkuðum.
Markmið
Viðhalda tengslum, tryggð og virkja sem talsmenn.
Áætluð stærð á markaðssvæðunum
Um 46,300 einstaklingar.
Markhópur 3
Erlendir ferðamenn með áhuga á hestum
Gestir sem kynnast hestinum beint í íslenskri náttúru. Hafa áhrif til framtíðar, bæði sem neytendur og hugsanlega eigendur.
Markmið
Styðja ferðaþjónustuaðila í að gera hestinn sýnilegri sem hluta af Íslandsupplifun.
Áætlaður árlegur fjöldi hestaáhugafólks sem heimsækir Ísland
Frá markaðssvæðunum um 20,000 gestir.
Nú er komið að því að velja – taka þátt og hafa áhrif, eða sitja hjá
Taktu þátt í markaðsverkefni íslenska hestsins
Skráðu fyrirtækið þitt
Þetta er tækifæri til að taka þátt, hafa áhrif – og vera hluti af verkefni sem byggir á trú, krafti og samvinnu.
Það er þitt að segja hvað þú getur lagt fram, allt framlag skiptir máli og skilar sér - tvöfalt - beint í sýnileika íslenska hestsins erlendis.
Flest þátttökufyrirtæki leggja fram 300 til 500 þúsund krónur. Sumir kjósa að leggja meira til verkefnisins – og það gerir raunverulegan mun.
Með því að skrá fyrirtækið ert þú ekki bara að styðja þína eigin hagsmuni – heldur slást í hóp þeirra sem vilja gera eitthvað í sameiningu, fyrir íslenska hestinn og framtíð greinarinnar.
Viltu vita meira? Hafðu samband
Bakhjarlar verkefnisins
Þetta eru fyrirtækin og samtökin sem hafa lagt sitt af mörkum – og með því styrkt bæði verkefnið og framtíð íslenska hestsins. Því fleiri sem bætast í hópinn, þeim mun meiri verða áhrifin.













